09 desember 2005



Hlustaði á athyglisvert brot úr þætti frá BBC World Service í gær(já, ég er orðinn gamall). Hann fjallaði um Bítlana og þá hugarfarsbreytingu sem rokkið hratt af stað í Sovétríkjunum sálugu. Talað var við Rússa nokkurn sem rifjaði það upp að Bítla-plötum var oft á tíðum smyglað frá Póllandi til Sovétríkjanna og þær síðan coperaðar. Upptökurnar voru því oft á litlum gæðum þar sem að títt var að menn væru jafnvel á áttundu cóperingunni frá hinni upprunalegu. Hann talaði ennfremur um það að þó erfitt sé að negla niður eitt frekar en annað sem rót hugarfarsbreytingarinnar, þá hafi flestir skynjað þetta á svipaðan hátt, þ.e.a.s að rokkið hafi komið þessu af stað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home