22 nóvember 2006

Aldrei óraði mig fyrir því þegar ég valdi GSM-númer hjá Símanum fyrir þremur árum að það ætti eftir að draga svona stóran dilk á eftir sér. Hef fengið sms og símtöl frá ýmsu fólki í þjóðfélaginu, tilboð um að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins o.s.frv. og það þrátt fyrir að ég ítreki hvað eftir annað að þessi tiltekni maður hafi skipt um símanúmer fyrir þremur árum. Það sem fer þó minnst í taugarnar á mér er móðir mannsins sem hringir reglulega, spyr hvernig ég hafi það og verður alltaf jafn forviða þegar ég segi henni að sonur hennar hafi skipt um númer fyrir löngu síðan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home