Clooney er ekki bara töffariÉg dáist sífellt meira að Clooney sem manneskju með tímanum. Það er greinilega ekki nóg fyrir hann að vera frambærilegur leikari og leikstjóri, heldur lætur hann til sín taka í mannréttindamálum líka. Í desembermánuði fór hann til Kína og Egyptalands til þess að vekja athygli á drápunum í Darfur-héraðinu í Súdan. Hann vill að stjórnvöld í Kína og Egyptalandi noti tengsl sín við stjórnvöld í Súdan til þess að stöðva drápin. Clooney sem er frjálslyndur demókrati er þekktur fyrir að vera róttækur og hefur reynt að sannfæra Congress og Sameinuðu þjóðirnar um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðin í Darfur.
Súdanski frelsisherinn(SLA) greip í febrúar 2003 til vopna á móti stjórnvöldum, vegna þess að þeim fannst íbúarnir ekki njóta nægilegrar verndar og að uppbygging héraðsins væri vanrækt. Flestir í þessum vopnuðu samtökum komu frá bændasamfélögum í héraðinu. Stuttu seinna var stofnuð önnur vopnuð hersveit, Réttlætis- og jafnréttis hreyfingin (JEM).
Stjórnvöld í Súdan brugðust við með því að gefa arabískum herflokkum, sem þekktir eru undir nafninu Janjawid vígamennirnir (byssumenn á hestbaki), lausan tauminn. Þeir réðust á þorp, drápu fólkið eða nauðguðu og numu á brott, eyðilögðu heimilin og aðrar eignir, þar á meðal vatnsból og uppsprettur, og rændu búfénaði. Einnig réðst stjórnarherlið á þorp ásamt með Janjawid vígamönnunum og flugher stjórnarinnar hefur varpað sprengjum á þorp rétt fyrir árásir Janjawid sveitanna, sem gefur til kynna að þessar aðgerðir hafi verið samhæfðar. Sambandið á milli súdanska hersins og Janjawid vígamannana er óvéfengjanlegt. Janjawid sveitirnar klæðast nú einkennisbúningum, sem þær fá frá hernum.
"Janjawid vígamennirnir komu og skipuðu mér að yfirgefa svæðið. Þeir börðu konur og lítil börn. Þeir drápu litla stúlku, Söru Bishara. Hún var tveggja ára gömul. Hún var stungin í bakið."
Hundruð þúsundir íbúa hafa verið neyddir til að yfirgefa heimili sín vegna aðgerða Janjawid sveitanna og stjórnarhersins og á stórum svæðum í Darfur hefur byggðum verið eytt. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um ein milljón íbúa í Darfur hafi flúið frá niðurbrenndum þorpum sínum og leitað hælis innan Darfur héraðs, aðallega í bæjum og flóttamannabúðum, sem oft eru í mjög slæmu ástandi. Meir en 120.000 hafa flúið yfir landamærin til Tsjad.
Tekið að hluta til frá Newsvine og Amnesty.
Súdanski frelsisherinn(SLA) greip í febrúar 2003 til vopna á móti stjórnvöldum, vegna þess að þeim fannst íbúarnir ekki njóta nægilegrar verndar og að uppbygging héraðsins væri vanrækt. Flestir í þessum vopnuðu samtökum komu frá bændasamfélögum í héraðinu. Stuttu seinna var stofnuð önnur vopnuð hersveit, Réttlætis- og jafnréttis hreyfingin (JEM).
Stjórnvöld í Súdan brugðust við með því að gefa arabískum herflokkum, sem þekktir eru undir nafninu Janjawid vígamennirnir (byssumenn á hestbaki), lausan tauminn. Þeir réðust á þorp, drápu fólkið eða nauðguðu og numu á brott, eyðilögðu heimilin og aðrar eignir, þar á meðal vatnsból og uppsprettur, og rændu búfénaði. Einnig réðst stjórnarherlið á þorp ásamt með Janjawid vígamönnunum og flugher stjórnarinnar hefur varpað sprengjum á þorp rétt fyrir árásir Janjawid sveitanna, sem gefur til kynna að þessar aðgerðir hafi verið samhæfðar. Sambandið á milli súdanska hersins og Janjawid vígamannana er óvéfengjanlegt. Janjawid sveitirnar klæðast nú einkennisbúningum, sem þær fá frá hernum.
"Janjawid vígamennirnir komu og skipuðu mér að yfirgefa svæðið. Þeir börðu konur og lítil börn. Þeir drápu litla stúlku, Söru Bishara. Hún var tveggja ára gömul. Hún var stungin í bakið."
Hundruð þúsundir íbúa hafa verið neyddir til að yfirgefa heimili sín vegna aðgerða Janjawid sveitanna og stjórnarhersins og á stórum svæðum í Darfur hefur byggðum verið eytt. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um ein milljón íbúa í Darfur hafi flúið frá niðurbrenndum þorpum sínum og leitað hælis innan Darfur héraðs, aðallega í bæjum og flóttamannabúðum, sem oft eru í mjög slæmu ástandi. Meir en 120.000 hafa flúið yfir landamærin til Tsjad.
Tekið að hluta til frá Newsvine og Amnesty.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home