17 júní 2008

Flash Gordon vs Flash In The Pan


Geir Haarde er allt í einu farinn að hafa miklar áhyggjur af gróðurhúsalofttegundum og segir að Íslendingar verði að minnka bensínneyslu sína. Well, ef að ég hefði ekki á tilfinningunni að hann hefði meiri áhyggjur af efnahagsástandinu, þá myndi ég jafnvel halda að hann væri náttúruverndarsinni. Aldrei nokkurn tíma hef ég heyrt hann minnast á útblástur gróðurhúsalofttegunda áður. Sniðugt að koma fólki á óvart og slá um sig með nýjum orðum til hátíðabrigða. Hann er alla vega búinn að bæta við orðaforðann hjá sér. Batnandi manni er best að lifa stendur einhvers staðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home