20 desember 2005

*

Hef svolítið verið að hugsa um auglýsingar fyrir bíla, bjór og ferðalög undanfarið. Yfirleitt er bjór auglýstur í dulbúningi með því að setja smá stjörnu og vísa í smáa letrið þar sem að talað er um að verið sé að auglýsa léttbjór. Ferðaskrifstofur auglýsa undanlandsferðir með * líka og vísa þá til þess að náttúrulega sé verið að miða við meðaltalsverð fyrir hjón með tvö börn, en ekki einstaklingsmiðað verð. Það keyrði þó um þverbak um daginn þegar ég sá Skoda-auglýsingu um daginn sem var með stjörnumerkingu líka til þess að vísa í smáa letrið, nema að það var ekkert smátt letur. Þar var talað um rúmlega 18 þús. á mánuði fyrir bílinn til næstu þriggja ára, nema að því var sleppt að náttúrulega er miðað við 300-500 þús. í útborgun. Skrítið þetta auglýsingasiðferði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home