Sjálfsmark Sýnar
Þar sem að ég er svo víðsýnn ákvað ég að sleppa Meistaradeildarleikjunum í vikunni og horfa frekar á Pétursborg taka á Bayern Munchen í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Þegar ég fór að kanna bakgrunn Pétursborgarliðsins kom reyndar í ljós að eigendurnir eru moldríkir olíujöfrar. Eru í eigu Gazprom sem hafa keypt leikmenn og hafið uppbyggingu á nýjum leikvangi fyrir rúmlega 100 milljónir dollara. Gazprom er stærsta rússneska fyrirtækið og mesta olíuframleiðslufyrirtækið í heiminum. Þeir seldu olíu fyrir 31 milljarð bandaríkjadala árið 2004. Aftur að leiknum. Samkvæmt dagskrá Sýnar átti leikurinn að vera í beinni kl.18:40, en skv. Textavarpinu myndi hann byrja kl.16:40. Þar sem að ég vildi ekki missa af leiknum fyrir mistök dagskrárstjóra Sýnar ákvað ég að hringja í 365-miðla og fá samband við útsendingarstjórann. Hann fullyrti að leikurinn myndi byrja kl.18:40. Ég lét það gott heita og horfði á leikinn á tilsettum tíma með Jóni Má vini mínum. Í hálfleik var staðan 3-0 fyrir Pétursborgara og ákvaðum við að athuga hvernig staðan væri í hinum undanúrslitaleiknum á Textavarpinu. Vissum að Þjóðverjar eru þekktir fyrir allt annað en gefast upp og því von á spennandi seinni hálfleik. Okkur til mikillar skelfingar sá ég að Pétursborgarleikurinn var búinn og fór 4-0. Skil ekki alveg vinnubrögðin á Sýn, en skiljanlegt kannski að sýna leikinn á auglýstum tíma.
03 maí 2008
Fleygar: Click to View List Entries.
Hinrik Jón Stefánsson
Create your badge
Previous Posts
- Afturendatré í Antwerpen
- When there's nowhere else to runIs there room for ...
- Aníta og Sindri nýbúin að búa til snjókarl í hesth...
- Þorsteinn í AntwerpenGetið smellt á myndina til þe...
- KjarnorkuváinÞó að það sé ríkur vilji núna hjá ves...
- Sjaldgæf hlébarðategund náðist á filmu í Austur Sí...
- Er einhver munur?Hef svolítið verið að pæla í því ...
- Fann æðislegt lag með dönsku hljómsveitinni Mew á ...
- Karlrembufyrirlestur Tom Cruise í Magnolia
- Fyndið að horfa á West Ham eftir að Björgólfur key...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home