Kjarnorkuváin
Þó að það sé ríkur vilji núna hjá vestrænum þjóðum að herða á í samningaviðræðum um fækkun kjarnorkuvopna, þá hefur eldsneytisskorturinn aukið pressuna á að notast við kjarnorkuver til þess að framleiða raforku. Fyrir utan stórslysins sem geta orðið þegar kjarnaofnar bila sambanber Chernobyl, þá hafa áhyggjur aukist af því að fátækari þjóðir sem koma sér upp kjarnaofnum takist að auðga úran eða til framleiðslu á kjarnkleyfu plútoni sem hægt er að nota í smíði kjarnorkuvopna. Það nýjasta er að Norður Kóreumenn hafi aðstoðað Sýrlendinga við að koma sér upp kjarnaofni. Hvort að það sé bara afsökun sem Bandaríkjastjórn er að finna hjá sér til þess að ráðast á Sýrlendinga skal ósagt látið, en Ísraelar telja sig hafa eyðilagt viðkomandi kjarnorkuver í einni loftárásinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home