26 desember 2005


Samkvæmt nýju stjórnarskránni í Írak verður Islam þjóðartrúin. Í stjórnarskránni segir að ekki sé hægt að innleiða lög sem eru í mótsögn við kennisetningar Islam. Þetta getur leitt kúgunar og misréttis gagnvart konum ef kennisetningarnar eru túlkaðar á íhaldssaman máta. Í athyglisverðri grein á Foreign Affairs vefsíðunni er talað um að hægt sé að túlka kennisetningar Islam á margbreytilegan og jafnréttissinnaðan hátt. Ennfremur er bent á að ef stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja ýta undir lýðræðislegt stjórnarfyrirkomulag í Írak, þá verði þeir að fara að einbeita sér að því að taka höndum saman við framfarasinnaða múslimska fræðimenn til þess að auka réttindi kvenna í gegnum trúarbrögðin. Ef hlúð er að réttindum kvenna í Írak getur það smám saman dreifst til annarra múslimskra landa. Gríðarlega mikilvægt er líka að setja stjórnarskrána og trúartúlkanir strax í lýðræðislegan farveg. Íraksstríðið er búið og það verður að gera það besta úr aðstæðunum.

Þetta er mjög í takti við mitt viðhorf til jákvæðra samfélagsbreytinga. Ef að menn vilja ná einhverjum framförum, þá verður að nýta þær stoðir og þá möguleika sem fyrir eru til þess að auka réttmæti, ýta undir hugarfarsbreytingu og leyfa þannig frækornum framfara að þroskast á eigin forsendum í stað þvingaðra forsendna. Það verður að nota þá ramma sem virka og fólk þekkir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home