11 mars 2006

Hundalíf

Þegar ég keyrði eftir Hafnarfjarðarveginum um daginn, þá lenti ég á eftir pallbíl með stærðar hund lausan á pallinum á 80 km hraða. Hvað ef þessi bíll þarf að bremsa ? Hvað ef hann þarf að taka snögga beygju ? Hringdi í lögregluna í Hafnarfirði eftir að ég hafði lagt bílnúmerið á minnið, en þeir sögðu mér að engin lög eða reglur næðu yfir þetta þannig að lítið væri hægt að gera. Þar sem að ég er mjög þrjóskur að eðlisfari hringdi ég líka í Reykjavíkurlögregluna og var sá alveg gáttaður og ætlaði að fylgja þessu eftir. Ég er annars ennþá að klóra mér í hausnum yfir því af hverju engin lög nái yfir þetta, ef ekki dýrsins vegna, þá vegna öryggis fyrir aðra í umferðinni. Manni gæti brugðið við að hafa allt í einu stærðar hund á framrúðunni á 90 km hraða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home