03 febrúar 2006

Vefblöð

Eru rafræn blöð handan við hornið? Ég man hvað mér fannst þetta áhugavert þegar ég sá fyrst bregða fyrir vefblaði í Minority Report-myndinni með Tom Cruise.Miðað við það sem ég er að lesa um Siemens og svokölluð e-blöð gæti það gerst 2008, en í síðasta lagi 2015.Siemens eru komnir nokkuð langt í að búa til sveigjanleg vefblöð í lit.Hægt væri að vöðla þeim saman og setja þau undir handarkrikann eins og venjulegt dagblað.Þau yrðu örlítið þykkari en dagblöð, aðeins minni gæði en í sjónvörpum og flatskjám og eru tiltölulega ódýr í framleiðslu.Þau yrðu það ódýr í framleiðslu að eftir nokkur ár yrðu þau gefin frí þar sem að það yrði svo fljótt að borga sig fyrir útgefendurna.Ef við tökum Reykjavík sem dæmi, þá eru heitu reitirnir alltaf að verða fleiri og að lokum gæti höfuðborgarsvæðið að minnsta kosti orðið einn heitur reitur.Ímyndið ykkur að geta keypt áskriftir eða stök eintök af uppáhaldsblaðinu og lesið það online á sveigjanlegum skjá á stærð við dagblað.Þetta yrði líka sniðugt fyrir auglýsendur þar sem að hægt væri að skoða auglýsingar nánar með því að klikka á þær.Fréttirnar myndu uppfærast samtímis og fréttamenn setja þær inn.Hægt væri líka að hlaða inn á netblaðið úr tölvunni heima hjá sér.Þessar fréttir gleðja mitt náttúruverndarhjarta gríðarlega mikið og myndu aðeins draga úr öllu pappírsflóðinu sem flæðir inn um bréfalúguna á hverjum degi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home