12 febrúar 2006

Deja vu

Þegar ég keyrði á nýja umhverfisvæna bílnum mínum á Reykjanesbrautinni þá lenti ég á eftir bíl sem keyrði löturhægt og það fyrst sem mér datt í hug var gamall maður með hatt.Hvað haldið þið að hafi verið það fyrsta sem ég hafi tekið eftir þegar ég tók fram úr bílnum? Hann var með hatt og nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér að hann liti út.Skemmtileg tilviljun.

Síðar um daginn var ég að hlusta á þátt sem heitir Outlook á BBC World Service og þar var verið að tala um Deja vu-upplifanir hjá fólki.Margskonar skýringar komu á þessu fyrirbrigði, allt frá því að fólk hafi lifað mörgum lífum í að heilinn væri að gabba fólk.Mér finnst reyndar líklegasta skýringin að í öllu áreitaflóðinu sem demba á skynfærunum dags daglega, sé alltaf stór hluti sem sé skráist á einhvern hátt ómeðvitað með snertingu, lykt, sjón o.s.frv..Það er þessi ómeðvitaða upplýsingaskráning sem endurheimtist síðan þegar við upplifum Deja vu-ið.Við upplifum þessa skrýtnu tilfinningu af því að hún passar ekki saman við meðvitað skráðu upplýsingarnar og skynjunina.Það eru bara mismunandi kveikjur að því að við upplifum þetta sem Deja vu, hvort sem það er löturhægur bíll, eitthvað sem við höfðum hugsað okkur að gæti gerst en munum ekki eftir því, frásögn, kunnugleg lykt o.s.frv.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home