30 janúar 2006

Once Abnormalities(uppfært)

Tek hér fyrir lög sem eru að virka á mig þrátt fyrir að passa ekki inn í tónlistarrammann hjá mér.

Toxic-Britney Spears
Frábært lag með Britney.Myndbandið skemmir ekki fyrir.

Wake Me Up Before You Go-Go-Wham
Tengi þetta sterkt við bensíndælu-atriðið í Zoolander-myndinni.

Want You Back For Good-Take That
Robbie Williams og félagar fara á kostum í ýktum svipbrigðum í rigningunni.Óborganlegt.

Eternal Flame-Bangles
Sé fyrir mér Þorgrím yngri bróður minn syngjandi með ryksuguna þegar hann var fimm ára.

Shiver-Natalia Imbruglia
Sé fyrir mér draumagelluna í flottu myndbandi.Hún kann líka að semja grípandi lög með góðum textum.Wrong Impression og Torn eru líka góð með henni.

Everybody Wants To Rule The World-Tears For Fears
Einhver nostalgíu-stemmning tengd þessu lagi.

Mama Said-Lenny Kravitz
Funky.

More Than This-Roxy Music
Sykursætt? Já. Virkar það á mig? Já.

Amazing-George Michael
Lag sem vinnur á með hverri hlustun.Þorsteinn yngsti bróðir minn kolféll fyrir þessu lagi.

Footloose-Kevin Bacon
Já, þetta verður bara að fljóta með.Þarf að horfa á þessa mynd aftur við tækifæri.

Can´t Get You Out Of My Head-Kylie Minogue
Ofurdruslan frá Ástralíu kemur með ágætis smelli inn á milli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home