30 janúar 2006

Such a Rush


Fór að pæla í sjónvarpsglápi, netfíkn, matarfíkn, alkóhólisma o.s.frv. Getur verið að það sé lögð of lítil áhersla á að fólk leiti að lífsfyllingu í umræðunni um fíknirnar? Það er ekki nóg að taka út eina fíkn, ef ekkert annað fyllir upp í tómarúmið. Gæti verið að við séum að verða steingeld í hugsun á allri mötuninni og gerviþörfunum sem er búið að koma inn hjá okkur með auglýsingum og útlitsdýrkun? Er sjálfur forfallinn endorfín-dópisti, en mun halda mig við það á meðan ekkert annað betra býðst þó að eflaust sé það einhverskonar raunveruleikaflótti. Fann reyndar í svari á Vísindavefnum að það sé talið að sumir einstaklingar sem hafa arfgenga tilhneigingu til misnotkunar á áfengi eða ýmiskonar lyfjum séu með óvenjulítið endorfínmagn í líkamanum. Þess má geta í restina að þetta er mynd af alpha-endorfíni hér fyrir ofan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home