13 september 2006

Lækning við keppnisskapi óskast



Ef einhver kann ráð við því hvernig er hægt að losa sig undan því að vera tapsár og overdoze-að á keppnisskapi, þá er hann beðinn um að senda mér emil á hinrikjon@hotmail.com. Ég man óljóst eftir fljúgandi eða brotnum badmintonspöðum, ganga heim í hríðarbyl á stuttbuxum og stuttermabol eftir innanhúsfótbolta þónokkra kílómetra þar sem að heiftin hélt á mér hita, fljúgandi taflmönnum í stofunni heima, hurðaskellum eftir að hafa tapað í Risk o.s.frv.Djöfull hlýtur svona fólk að vera pirrandi í umgengni. Ætti kannski að taka jóga-æfingu a la Vipassana. Minnismerkja þetta "árásargirni" og þylja það upp þangað til að ég verð skaplaus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home