Í september 2001 í Doha í Quatar voru lögð drög að metnaðarfullum endurbótum á viðskiptasáttmála Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Þar ætluðu ríku þjóðirnar að vera í forystu um að gera réttlátari viðskiptasáttmála í þágu þróunarlandanna.Nú fimm árum síðar hafa þær verið saltaðar vegna eiginhagsmunasjónarmiða Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
Til þess að endurbæturnar næðu fram að ganga hefðu Bandaríkin og Evrópusambandið þurft að minnka niðurgreiðslur til landbúnaðar verulega og gefa þróunarlöndunum greiðari aðgang að þeirra mörkuðum, en þau gerðu hvorugt. Þau heimtuðu það aftur á móti að þróunarlöndin opnuðu sína markaði sem myndi skaða þau verulega.Make Trade Fair-samtökin hafa barist fyrir því að niðurgreiðslu til landbúnaðar verði hætt og þannig spornað við offramleiðslu og flæði á ódýrri framleiðsluvöru til markaða í þróunarlöndunum.
Ef þið viljið leggja hönd á plóginn með Make Trade Fair þá getið þið skráð ykkur í Big Noise.Þá væruð þið að feta í fótspor Chris Martin, Colin Firth, Thom Yorke og margra annarra.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home