17 janúar 2006




Monologue
Fór í Perluna í dag með dóttur mína, sem er svo sem ekki í frásögur færandi, nema við fórum að spjalla um teiknimyndasögur. Amman síblaðrandi kom til tals og minntist þá dóttirin á að hún væri ekki gott efni í teiknimyndasögu, í mesta lagi væri mynd af henni á forsíðunni og eintómar talblöðrur fylltu blaðsíðunar út bókina. Inn á milli kæmi í mesta lagi innskotsorð hinna söguhetjanna sem væru að reyna að komast að.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home