28 apríl 2006

Maybe I just want to fly
I want to live I don't want to die
Maybe I just want to breath
Maybe I just don't believe
Maybe you're the same as me
We see things they'll never see
You and I are gonna live forever

Ég vitna hér í textabrot hinna djúpþenkjandi Oasis-bræðra. Hversu spennandi væri það að geta lifað í mörg hundruð ár með útlit tánings? Væri ekki hvatinn til þess að gera eitthvað af viti við lífið horfinn? Eina markmiðið væri að lifa sem lengst vegna hræðslunnar við dauðann og efans um að eitthvað sniðugt tæki við eftir þetta líf, frekar en að lifa því lifandi í færri ár. Fór að pæla í þessu eftir að ég las grein á vefsíðu Nature. Með því að blokkera afbrigðilegt prótein í vegg frumukjarna gæti verið að hægt að hægja á þessu öldrunarferli. Ný rannsókn bendir til þess að frumur í áttræðu fólki og eldra glati hringlaga lögun sinni og verði hrumar og hrukkóttar með árunum. Margir vísindamenn hallast að því að frumur hrörni með tímanum vegna eyðileggjandi mólekúla sem eru betur þekkt sem sindurefni. Datt í hug máltakið um að það væru ekki árin í lífinu sem skipti máli heldur lífið í árunum.