26 desember 2005


Samkvæmt nýju stjórnarskránni í Írak verður Islam þjóðartrúin. Í stjórnarskránni segir að ekki sé hægt að innleiða lög sem eru í mótsögn við kennisetningar Islam. Þetta getur leitt kúgunar og misréttis gagnvart konum ef kennisetningarnar eru túlkaðar á íhaldssaman máta. Í athyglisverðri grein á Foreign Affairs vefsíðunni er talað um að hægt sé að túlka kennisetningar Islam á margbreytilegan og jafnréttissinnaðan hátt. Ennfremur er bent á að ef stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja ýta undir lýðræðislegt stjórnarfyrirkomulag í Írak, þá verði þeir að fara að einbeita sér að því að taka höndum saman við framfarasinnaða múslimska fræðimenn til þess að auka réttindi kvenna í gegnum trúarbrögðin. Ef hlúð er að réttindum kvenna í Írak getur það smám saman dreifst til annarra múslimskra landa. Gríðarlega mikilvægt er líka að setja stjórnarskrána og trúartúlkanir strax í lýðræðislegan farveg. Íraksstríðið er búið og það verður að gera það besta úr aðstæðunum.

Þetta er mjög í takti við mitt viðhorf til jákvæðra samfélagsbreytinga. Ef að menn vilja ná einhverjum framförum, þá verður að nýta þær stoðir og þá möguleika sem fyrir eru til þess að auka réttmæti, ýta undir hugarfarsbreytingu og leyfa þannig frækornum framfara að þroskast á eigin forsendum í stað þvingaðra forsendna. Það verður að nota þá ramma sem virka og fólk þekkir.

20 desember 2005

*

Hef svolítið verið að hugsa um auglýsingar fyrir bíla, bjór og ferðalög undanfarið. Yfirleitt er bjór auglýstur í dulbúningi með því að setja smá stjörnu og vísa í smáa letrið þar sem að talað er um að verið sé að auglýsa léttbjór. Ferðaskrifstofur auglýsa undanlandsferðir með * líka og vísa þá til þess að náttúrulega sé verið að miða við meðaltalsverð fyrir hjón með tvö börn, en ekki einstaklingsmiðað verð. Það keyrði þó um þverbak um daginn þegar ég sá Skoda-auglýsingu um daginn sem var með stjörnumerkingu líka til þess að vísa í smáa letrið, nema að það var ekkert smátt letur. Þar var talað um rúmlega 18 þús. á mánuði fyrir bílinn til næstu þriggja ára, nema að því var sleppt að náttúrulega er miðað við 300-500 þús. í útborgun. Skrítið þetta auglýsingasiðferði.

17 desember 2005

Ég legg það til að fólk fari að gefa hvert öðru einskonar gjafakort á styrki til góðgerðastofnanna að eigin vali, sem myndi virka svipað og gjafabréf í Kringluna eða Smáralind. Hægt væri að gefa þetta við ýmis tækifæri, jól, afmæli, you name it.Held að þegar fólk fari að hugsa þetta lengra sé það mun innihaldsríkari gjafaleið í alsnægtasamfélaginu og meiri líkur á að fjárframlög dreifðust jafnt yfir árið í ljósi þess að ýmiskonar hamfarir gerast ekki einungis rétt fyrir jól.Neyðin var mest í Pakistan í október, en ekki núna ef við tökum eitthvað dæmi.Gleðileg og innihaldsrík jól.
Fór að pæla í auglýsingunni frá Cintamani og slagorðinu þeirra um að "veðurfar sé hugarfar", hvaða þörf er þá á úlpum? Bara pæling.

09 desember 2005

One world, one vision


Fór að pæla í því ef trúarbrögð hættu að snúast um öfgamenn sem teygja túlkanir á kennisetningum trúarinnar í öfgafullar og afbrigðilegar áttir og færu frekar að snúast um meginþema trúarbragðanna sem er virðing, ást og náungakærleikur.

Er búinn að ákveða það að setja breska þáttinn Blackpool á listann yfir must see þætti. Sá brot af honum í gær þar sem er fléttað The boy with the thorn in his side með The Smiths á meitaralegan hátt við dansatriði. Ég fíla svona þætti sem þora að brjóta upp rammann, rétt eins og Syngjandi einkaspæjarinn gerði fyrir tuttugu árum.


Hlustaði á athyglisvert brot úr þætti frá BBC World Service í gær(já, ég er orðinn gamall). Hann fjallaði um Bítlana og þá hugarfarsbreytingu sem rokkið hratt af stað í Sovétríkjunum sálugu. Talað var við Rússa nokkurn sem rifjaði það upp að Bítla-plötum var oft á tíðum smyglað frá Póllandi til Sovétríkjanna og þær síðan coperaðar. Upptökurnar voru því oft á litlum gæðum þar sem að títt var að menn væru jafnvel á áttundu cóperingunni frá hinni upprunalegu. Hann talaði ennfremur um það að þó erfitt sé að negla niður eitt frekar en annað sem rót hugarfarsbreytingarinnar, þá hafi flestir skynjað þetta á svipaðan hátt, þ.e.a.s að rokkið hafi komið þessu af stað.

08 desember 2005


Fór að pæla í nöfnunum á stelpunum í Bond- og Austin Powers-myndunum. Mörg skemmtileg.

Honey Rider(Dr. No), Xenia Onotopp(Goldeneye), Pussy Galore(Goldfinger), Octopussy, Plenty O´Toole(Diamonds are Forever)og Dr. Holly Goodhead eru nokkur úr Bond-myndunum. Úr Austin Powers-myndunum koma Alotta Fagina, Ivana Humpalot, Dixie Normous, Robin Spitz Swallows og Felicity Shagwell.