31 janúar 2007

Fyndið að horfa á West Ham eftir að Björgólfur keypti það.Býð alltaf spenntur þegar líða tekur á leikinn og halla fer undan fæti hjá þeim.Yfirleitt er þá súmmað á þá félaga, Eggert og Björgúlf fórnandi höndum eða líta út fyrir að hafa öll vandamál heimsins á herðum sér. Mér líður svolítið eins og ég sé að horfa á smástráka í tindátaleik þegar ég fylgist með taugaveiklunarlegum leikmannakaupum þeirra undanfarnar vikur.For gods sake, þetta er nú bara fótbolti og smápeningar ef þeir falla.
Voðalega líður okkur vel, stígvél
Var hugsað til þessa textabrots úr gömlu íslensku lagi þegar ég fylgdist með forkeppni Júróvísjón um daginn.Verulega ófrumlegt og kauðslegt rím í flestum lögunum.Svo virðast lagahöfundarnir eiga alla vega tvö lög hver, þó þau séu drulluléleg.Ragnhildur Steinunn er samt sæt.

18 janúar 2007

Crying In the ChapelÓtrúlega góður hljómburður í Union Chapel í London. Gríðarlega fallegar acoustic útgáfur af lögum hafa oft fyllt kapelluna.Búinn að ákveða að kvænast í þessari kapellu ef mér gefst færi á því. Það er bara spurning hver það verður.

14 janúar 2007

TrassaskapurVeit ekki alveg hvernig ég fór að því, en mér hefur yfirsést að bæta við tengli á heimasíðu fjöllistamannsins Þorgríms Haraldssonar. Býst við flottum lögum frá honum í framtíðinni og vona að hann eigi eftir að skemmta sér vel við tónsmíðarnar. Já, ...og hann er bróðir minn b.t.w.

13 janúar 2007

Tölvuleikjanördar í zoneOft er litið á tölvunörda sem hálfgerða slæpingja sem eyða lífinu í raunveruleikafirrt sófalíf, en gæti verið að þeir séu eitthvað að græða á þessu? Samkvæmt grein sem ég fann á BBC-vefnum eiga Búddista-munkar, íþróttamenn og tölvunördar það sameiginlegt að ná ákveðnum mörkum í virkni Alpha-heilabylgja.

Þetta er þekkt hjá íþróttafólki sem hámarksframmistaða eða vera “In a Zone”. Þessi heilabylgjuvirkni var upphaflega tengd hugleiðslu. Íþróttamenn leitast við að ná þessu hugarástandi og er þekkt hjá þeim sem flæðisástand(Flow State) og stundum vísað til þess að vera í “The Zone”.

Flæðisástand er ákjósanlegt hugarástand fyrir íþróttamenn þar sem þeir upplifa sig vera nánast á sjálfsstýringu(auto-pilot) þar sem allt smellur saman og gengur upp. Árangurshvetjandi tilfinningar samhliða mikilli vellíðunartilfinngu ásamt hámarkseinbeitingu er oft kallað flæðisástand. Þekktastu þeirra sem hefur rannsakað þetta er fræðimaðurinn með þjála nafnið Csikszentmihalyi. Var einhver að kvarta yfir Kaupþings-nafninu?

Alþjóðleg einkenni flæðissástands

Samkvæmt rannsóknum Csikszentmihalyi eru nokkrir þættir sem einkenna flæðisástandið:
Hámarkseinbeiting, hugur og líkami verða eitt, lítil sjálfsmeðvitund, skýr markmið, aðstæðurnar(vísbendingar í umhverfinu) lesnar skynsamlega, öryggistilfinning og umbreyting tímans, þ.e.a.s. allt virðist hægjast á sér.

Lífeðlisfræði flæðisástands
Í flæðisástandi starfar heilinn á hámarksafköstum, en lágmarksorkunotkun. Heilastarfssemin minnkar í heilaberkinum og heilinn hægir á sér.

Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að möguleiki sé á að tölvunördar geti náð sömu hugleiðslu-einbeitingu. Gerð var tilraun á því hvort leikinn tölvuleikjanörd í Virtua Fighter og mjög fær spjótkastari í landsliði Englendinga næðu svipaðri Alpha-heilabylgjuvirkni. Ef íþróttamenn nota tölvuleiki til þess að slaka á og þeir ná flæðisástandi og læra inn á hvernig er best að auka líkurnar á að komast í þetta ástand getur þetta haft mjög jákvæð áhrif á frammistöðu þeirra. Yfirfæra s.s. tölvuleikjareynsluna yfir á íþróttasviðið.

Notast var við ákveðinn Flow State-spurningalista. Í stuttu máli þá voru þeir báðir þónokkuð yfir viðmiðunarmörkunum, en þörf er á frekari rannsóknum. Mér þykir reyndar persónulega líklegt að listamenn og fólk sem upplifir sterka fegurðarupplifun komist í þetta ástand líka.
Golddigger
Fann nýtt lag með Damon Albarn og félögum í hljómsveitinni The Good, Bad and the Queen. Platan þeirra kemur sennilega út 22.janúar og hægt að hlusta á það á Obscuresound. Á sama stað er hægt að hlusta á Black Mirror með Arcade Fire sem lofar góðu. Ocean of Noise og Intervention eru einnig fín lög. Þau má finna á Hype Machine. Svo fann ég brilliant jolly-lag frá 1986. Reet Petite með Jackie Wilson sem má hlusta á hér.

03 janúar 2007

Hvað borða Middlesborough-leikmenn?Veit ekki hvort þetta eru þverrendurnar á búniningunum þeirra sem gera þá svona breiða eða hvort þeir hámi í sig hamborgara og pizzur í hvert mál, en þeir virka ótrúlega breiðir leikmennirnir hjá Middlesborough. Útskýrir kannski stöðuna í deildinni, því ekki vantar mannskapinn til þess að ná árangri. Kannski er ég bara svona grumpy af því að ég veðjaði að þeir yrðu mun ofar í töflunni en þeir eru í lok leiktíðar.
Áramótheit

Held að það sé hollt fyrir fólk að hafa í huga orð Mark Twains um vana þegar það strengir áramótaheit:

A habit cannot be tossed out the window; it must be coaxed down the stairs a step at a time.

Aðalatriðið er að vita hvað fólk getur sætt sig við og vera meðvitaður um eigin takmarkanir, þá er fólki flestir vegir færir. Heillavænlegast er því að sleppa drastískum breytingum og skyndilausnum, heldur gera breytingarnar hægt og örugglega.
Clooney er ekki bara töffariÉg dáist sífellt meira að Clooney sem manneskju með tímanum. Það er greinilega ekki nóg fyrir hann að vera frambærilegur leikari og leikstjóri, heldur lætur hann til sín taka í mannréttindamálum líka. Í desembermánuði fór hann til Kína og Egyptalands til þess að vekja athygli á drápunum í Darfur-héraðinu í Súdan. Hann vill að stjórnvöld í Kína og Egyptalandi noti tengsl sín við stjórnvöld í Súdan til þess að stöðva drápin. Clooney sem er frjálslyndur demókrati er þekktur fyrir að vera róttækur og hefur reynt að sannfæra Congress og Sameinuðu þjóðirnar um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðin í Darfur.

Súdanski frelsisherinn(SLA) greip í febrúar 2003 til vopna á móti stjórnvöldum, vegna þess að þeim fannst íbúarnir ekki njóta nægilegrar verndar og að uppbygging héraðsins væri vanrækt. Flestir í þessum vopnuðu samtökum komu frá bændasamfélögum í héraðinu. Stuttu seinna var stofnuð önnur vopnuð hersveit, Réttlætis- og jafnréttis hreyfingin (JEM).

Stjórnvöld í Súdan brugðust við með því að gefa arabískum herflokkum, sem þekktir eru undir nafninu Janjawid vígamennirnir (byssumenn á hestbaki), lausan tauminn. Þeir réðust á þorp, drápu fólkið eða nauðguðu og numu á brott, eyðilögðu heimilin og aðrar eignir, þar á meðal vatnsból og uppsprettur, og rændu búfénaði. Einnig réðst stjórnarherlið á þorp ásamt með Janjawid vígamönnunum og flugher stjórnarinnar hefur varpað sprengjum á þorp rétt fyrir árásir Janjawid sveitanna, sem gefur til kynna að þessar aðgerðir hafi verið samhæfðar. Sambandið á milli súdanska hersins og Janjawid vígamannana er óvéfengjanlegt. Janjawid sveitirnar klæðast nú einkennisbúningum, sem þær fá frá hernum.

"Janjawid vígamennirnir komu og skipuðu mér að yfirgefa svæðið. Þeir börðu konur og lítil börn. Þeir drápu litla stúlku, Söru Bishara. Hún var tveggja ára gömul. Hún var stungin í bakið."

Hundruð þúsundir íbúa hafa verið neyddir til að yfirgefa heimili sín vegna aðgerða Janjawid sveitanna og stjórnarhersins og á stórum svæðum í Darfur hefur byggðum verið eytt. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um ein milljón íbúa í Darfur hafi flúið frá niðurbrenndum þorpum sínum og leitað hælis innan Darfur héraðs, aðallega í bæjum og flóttamannabúðum, sem oft eru í mjög slæmu ástandi. Meir en 120.000 hafa flúið yfir landamærin til Tsjad.

Tekið að hluta til frá Newsvine og Amnesty.