28 maí 2008

What´s in it for the company?

Í meirihluta tilvika þegar fyrirtæki láta eitthvað af hendi rakna til góðgerðarmála, þá snýst þetta meira um ímynd þeirra sjálfra en málstaðinn. Það er alveg á kristaltæru í tilviki Orkuveitu Reykjavíkur sem stuðningsaðili Unicef, en þar eyddu þeir 10 milljónum í auglýsingakostnað á vatnsvikunni. 1,1 milljón safnaðist í átakinu sjálfu, en Orkuveitan tvöfaldaði þá upphæð. Talsmaður Orkuveitunnar reyndi að réttlæta þetta með því að þetta væri einungis byrjunin á löngu samstarfi Orkuveitunnar og Unicef. Sumir segðu sennilega að fólk ætti að vera ánægt með að fyrirtæki styddu svona verðugt málefni, en virðist vera mikil hræsni í þessu þegar auglýsingakostnaðurinn er margfalt meiri. Þetta snýst því miður bara um ímyndarstimpilinn og lítið annað.

Samkvæmt visir.is þá hefðu 10 milljónir til viðbótar runnið beint til verkefnisins og hægt hefði verið að tryggja nærri 16700 börnum vatn í heilt ár og hreinsa 13.304.252 lítra af vatni ef auglýsingaherferðinni hefði verið sleppt.

26 maí 2008

Svalir kettir
Gormar og moldvörpurFjölnismenn eru sannir töffarar. Mana hvern annan til þess að pota inn skrýtnum orðum í viðtölum við fréttamenn eftir leiki. Gunnar Már Guðmundsson fékk víst orðið moldvarpa fyrir sjónvarpsviðtal á RÚV og Óli Stefán Flóventsson fékk gorma og leysti það víst þannig að Grindvíkingar væru stórhættulegir í teignum, því þetta væru djöfulsins gormar. Kann að meta svona frumleika.

25 maí 2008

Euro 2008

15 maí 2008

11 maí 2008

04 maí 2008

Alltaf í stuði
Fletti í gegnum Markaðinn frá því í síðasta mánuði. Skemmtileg tilviljun að mitt á milli fyrirsagna um Bjánaskap sem ógni fjármálakerfi heimsins og greinar um að Veislunni sé að ljúka í efnahagslífinu, þá er auglýsing um PAD hjartastartara frá Donna.

03 maí 2008

Sjálfsmark SýnarÞar sem að ég er svo víðsýnn ákvað ég að sleppa Meistaradeildarleikjunum í vikunni og horfa frekar á Pétursborg taka á Bayern Munchen í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Þegar ég fór að kanna bakgrunn Pétursborgarliðsins kom reyndar í ljós að eigendurnir eru moldríkir olíujöfrar. Eru í eigu Gazprom sem hafa keypt leikmenn og hafið uppbyggingu á nýjum leikvangi fyrir rúmlega 100 milljónir dollara. Gazprom er stærsta rússneska fyrirtækið og mesta olíuframleiðslufyrirtækið í heiminum. Þeir seldu olíu fyrir 31 milljarð bandaríkjadala árið 2004. Aftur að leiknum. Samkvæmt dagskrá Sýnar átti leikurinn að vera í beinni kl.18:40, en skv. Textavarpinu myndi hann byrja kl.16:40. Þar sem að ég vildi ekki missa af leiknum fyrir mistök dagskrárstjóra Sýnar ákvað ég að hringja í 365-miðla og fá samband við útsendingarstjórann. Hann fullyrti að leikurinn myndi byrja kl.18:40. Ég lét það gott heita og horfði á leikinn á tilsettum tíma með Jóni Má vini mínum. Í hálfleik var staðan 3-0 fyrir Pétursborgara og ákvaðum við að athuga hvernig staðan væri í hinum undanúrslitaleiknum á Textavarpinu. Vissum að Þjóðverjar eru þekktir fyrir allt annað en gefast upp og því von á spennandi seinni hálfleik. Okkur til mikillar skelfingar sá ég að Pétursborgarleikurinn var búinn og fór 4-0. Skil ekki alveg vinnubrögðin á Sýn, en skiljanlegt kannski að sýna leikinn á auglýstum tíma.