14 september 2006

Ef allir væru prúðir mömmustrákar

Eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta eftir þetta Formúlu-tímabilið, fór ég að pæla í því hversu skemmtilegt lífið væri ef allir höguðu sér prúðmannlega í íþróttum og fylgdu skrifuðu reglunum út í ystu æsar. Engar skemmtilegar aukaspyrnur frá Henry teknar snemma, engin skrítin víti eins og Henry og Pires reyndu, enginn John McEnroe bölvandi og ragnandi yfir tennisdómurum brjótandi spaða, engin skemmtileg ummæli í hita leiksins o.s.frv. Uss, við þurfum á svona villingum sem þora að halda.Það eru þeir sem gera íþróttirnar skemmtilegar.

Fannst þessi setning hjá Schumacher athyglisverð: "I have loved all the good times and the bad moments which makes life so special." Fólki ber líka að meta slæmu tímanna jafnt sem þá góðu.Á slæmu stundunum lærir fólk mest og nýtur gleðistundanna ennþá betur þegar þær koma.Formúlan er samt leiðinlegasta sjónvarpsíþróttin að mínu mati fyrir utan kannski golfið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home