29 október 2006

I Put A Spell On You-Nina Simone

Gríðarlega tilfinningaþrungið lag. Verð nú samt að segja að þriðja sería af Lost er ekki nógu öflug ef marka má fyrstu þrjá þættina. Gef henni þrjá í viðbót til þess að sanna sig.

27 október 2006

Long Way Round

Æðisleg þáttaröð. Mæli með henni.

26 október 2006

Intergalactic með Beastie Boys
Fögur er fjallasýnin
Ætli margt toppi það að vera í endorfínvímu og sjá fagurt landslag? Efast um það.

23 október 2006

Hugleiðingar hægrigræns
Las grein Illuga Gunnarssonar í Morgunblaðinu frá því á laugardaginn. Þar er hann að tala um hvernig eigi að standa að náttúruvernd. Margir góðir punktar hjá honum. Er þó að spekúlera hvort það geti virkað að láta markaðsöflin nánast alfarið um náttúruverndina. Þau verða aldrei nema léleg speglun á almenningsviðhorfi, frekar en að litið sé á heildarmyndina og tekið tillit til þekkingar á vistkerfum t.a.m. Markaðsöflin verða því alltaf skrefi á eftir í náttúruverndinni og sýna lítið frumkvæði, nema til að skapa sér sérstöðu á markaðnum. Allt snýst um umhverfisvænar stimplandi og halda góðri ímynd út á við, þannig að fyrirtækin hneigjast eðlilega til þess að setja lágmarkskostnað í náttúruvæna pakkann til þess að fá góðan stimpil á sig. Til þess að svona náttúruvernd virki þurfa að vera til virkir og meðvitaðir neytendur og þrýstihópar. Ég sé það því miður ekki gerast í náinni framtíð. Persónulega hallast ég að samspili stjórnvalda í að ýta undir upplýsingu og menntun í samfélaginu þannig að fólk verði meðvitaðra og virkara í ákvörðunartöku þegar kemur að því að eiga viðskipti við fyrirtæki. Niðurstaðan er að samspil sé farsælast í þessu, en hornsteinninn er meðvitaður og upplýstur almenningur.
99 PROBLEMS

12 október 2006

Margt býr í skýjunum


I wanna get with you, only you, girl and your sister. I think her name is Debra

Gæti verið að Beck sé að gera grín að Prince í þessu lagi?