20 júlí 2008

06 júlí 2008

23 júní 2008

22 júní 2008

Mickey Mouse Has Grown Up To Cow

Veit ekki með fólk, en ég er búinn að fá viðbjóð á Time To Pretend sem Þorsteinn J. hefur spilað ítrekað í fótboltaþáttunum sínum. Lagið gjörsamlega drepur niður annars ágæta EM-fótboltastemmningu.

17 júní 2008

Flash Gordon vs Flash In The Pan


Geir Haarde er allt í einu farinn að hafa miklar áhyggjur af gróðurhúsalofttegundum og segir að Íslendingar verði að minnka bensínneyslu sína. Well, ef að ég hefði ekki á tilfinningunni að hann hefði meiri áhyggjur af efnahagsástandinu, þá myndi ég jafnvel halda að hann væri náttúruverndarsinni. Aldrei nokkurn tíma hef ég heyrt hann minnast á útblástur gróðurhúsalofttegunda áður. Sniðugt að koma fólki á óvart og slá um sig með nýjum orðum til hátíðabrigða. Hann er alla vega búinn að bæta við orðaforðann hjá sér. Batnandi manni er best að lifa stendur einhvers staðar.

16 júní 2008

HAPPY

Er bara askoti hamingjusamur þessa dagana. Er með fullkomna sjón og hættur á þessum mannskemmandi vöktum, Evrópukeppnin í fótbolta skemmtilegri en bjartsýnustu menn þorðu að vona, gott veður og ég get hlaupið sem vindurinn.

28 maí 2008

What´s in it for the company?

Í meirihluta tilvika þegar fyrirtæki láta eitthvað af hendi rakna til góðgerðarmála, þá snýst þetta meira um ímynd þeirra sjálfra en málstaðinn. Það er alveg á kristaltæru í tilviki Orkuveitu Reykjavíkur sem stuðningsaðili Unicef, en þar eyddu þeir 10 milljónum í auglýsingakostnað á vatnsvikunni. 1,1 milljón safnaðist í átakinu sjálfu, en Orkuveitan tvöfaldaði þá upphæð. Talsmaður Orkuveitunnar reyndi að réttlæta þetta með því að þetta væri einungis byrjunin á löngu samstarfi Orkuveitunnar og Unicef. Sumir segðu sennilega að fólk ætti að vera ánægt með að fyrirtæki styddu svona verðugt málefni, en virðist vera mikil hræsni í þessu þegar auglýsingakostnaðurinn er margfalt meiri. Þetta snýst því miður bara um ímyndarstimpilinn og lítið annað.

Samkvæmt visir.is þá hefðu 10 milljónir til viðbótar runnið beint til verkefnisins og hægt hefði verið að tryggja nærri 16700 börnum vatn í heilt ár og hreinsa 13.304.252 lítra af vatni ef auglýsingaherferðinni hefði verið sleppt.