

Í meirihluta tilvika þegar fyrirtæki láta eitthvað af hendi rakna til góðgerðarmála, þá snýst þetta meira um ímynd þeirra sjálfra en málstaðinn. Það er alveg á kristaltæru í tilviki Orkuveitu Reykjavíkur sem stuðningsaðili Unicef, en þar eyddu þeir 10 milljónum í auglýsingakostnað á vatnsvikunni. 1,1 milljón safnaðist í átakinu sjálfu, en Orkuveitan tvöfaldaði þá upphæð. Talsmaður Orkuveitunnar reyndi að réttlæta þetta með því að þetta væri einungis byrjunin á löngu samstarfi Orkuveitunnar og Unicef. Sumir segðu sennilega að fólk ætti að vera ánægt með að fyrirtæki styddu svona verðugt málefni, en virðist vera mikil hræsni í þessu þegar auglýsingakostnaðurinn er margfalt meiri. Þetta snýst því miður bara um ímyndarstimpilinn og lítið annað.
Samkvæmt visir.is þá hefðu 10 milljónir til viðbótar runnið beint til verkefnisins og hægt hefði verið að tryggja nærri 16700 börnum vatn í heilt ár og hreinsa 13.304.252 lítra af vatni ef auglýsingaherferðinni hefði verið sleppt.