28 apríl 2008
When there's nowhere else to run
Is there room for one more son
One more son
If you can hold on
If you can hold on, hold on
I wanna stand up, I wanna let go
You know, you know - no you don't, you don't
I wanna shine on in the hearts of men
I wanna mean it from the back of my broken hand
Another head aches, another heart breaks
I am so much older than I can take
And my affection, well it comes and goes
I need direction to perfection, no no no no
One more son
If you can hold on
If you can hold on, hold on
I wanna stand up, I wanna let go
You know, you know - no you don't, you don't
I wanna shine on in the hearts of men
I wanna mean it from the back of my broken hand
Another head aches, another heart breaks
I am so much older than I can take
And my affection, well it comes and goes
I need direction to perfection, no no no no
26 apríl 2008
Kjarnorkuváin
Þó að það sé ríkur vilji núna hjá vestrænum þjóðum að herða á í samningaviðræðum um fækkun kjarnorkuvopna, þá hefur eldsneytisskorturinn aukið pressuna á að notast við kjarnorkuver til þess að framleiða raforku. Fyrir utan stórslysins sem geta orðið þegar kjarnaofnar bila sambanber Chernobyl, þá hafa áhyggjur aukist af því að fátækari þjóðir sem koma sér upp kjarnaofnum takist að auðga úran eða til framleiðslu á kjarnkleyfu plútoni sem hægt er að nota í smíði kjarnorkuvopna. Það nýjasta er að Norður Kóreumenn hafi aðstoðað Sýrlendinga við að koma sér upp kjarnaofni. Hvort að það sé bara afsökun sem Bandaríkjastjórn er að finna hjá sér til þess að ráðast á Sýrlendinga skal ósagt látið, en Ísraelar telja sig hafa eyðilagt viðkomandi kjarnorkuver í einni loftárásinni.
Sjaldgæf hlébarðategund náðist á filmu í Austur Síberíu
Í Ketrovaya Pad þjóðgarðinum í Síberíu náðust myndir af hlébarðategund í útrýmingarhættu á eftirlitsmyndavélar. Átta hlébarðar náðust á mynd. Þetta gefur smá von um að hlébarðanir séu að ná sér á strik aftur, en þó nær þjóðgarðurinn einungis til 30% kjörlenda hlébarðanna. Hin 70% kjörlendanna eru mjög ótryggar gagnvart veiðiþjófum og öðrum hættum. Jákvætt samt að eitthvað verndunarstarf sé að þokast í rétta átt á þessum slóðum.
23 apríl 2008
Hef svolítið verið að pæla í því hvort að það sé í raun og veru einhver munur á þessum forsetaframbjóðendum fyrir utan að annar er kona og hinn blökkumaður. Miðað við allar fréttirnar sem flæða yfir okkur frá forkosningum Demókrata í Bandaríkjunum mætti ætla að fólk væri almennt upplýst um hver munurinn á stefnumálum þeirra sé, en það er öðru nær. Þar sem að áherslumunurinn er lítill á milli frambjóðendanna er hamrað á atriðum sem koma kosningunum sjálfum lítið við og eru í meira lagi langsótt. Aðalatriðið eins og svo oft áður í mikilvægum kosningum í Bandaríkjunum er hvort að það sé hægt að hanka hinn aðilann á atriðum sem koma málunum sáralítið við. Eins og að reyna að hanka Obama á ummælum fyrrum safnaðarprestsins hans. Hvernig í ósköpunum getur Obama borið ábyrgð á öllum ummælum prestsins þó að hann hafi verið meðlimur í söfnuðinum hans? Síðan er hamrað á því þegar Hillary Clinton ýkti atburðarásina í Bosníuheimsókninni. Almenningur veit nánast ekkert um stefnumálin. Það versta er að frambjóðendurnir verða að taka þátt í þessum yfirborðskennda fjölmiðlaleik á kostnað málefnalegrar umræðu um stefnumál af því að meginþorri Bandaríkjamanna eru svo óupplýstur. Því miður er þetta meira í ætt við skrílræði heldur en lýðræði í Bandaríkjunum, þar sem að eina ráð fjölmiðlanna til að ná athygli fólks virðist vera að slá upp einhverjum svona æsifréttum. Verður fróðlegt að sjá til hvaða yfirborðskennda slúðurs og sleggjudóma verður gripið til þegar kosningabaráttan á milli Repúblikana og Demókrata hefst fyrir alvöru. Yfirleitt er hamrað á einhverjum einföldum yfirlýsingum frá spunameisturum á meðan reynt er að finna lágkúrulegan höggstað á andstæðingnum.
21 apríl 2008
Fann æðislegt lag með dönsku hljómsveitinni Mew á netinu. Heitir Comforting Sounds og bara ágætis myndband með því líka.